Velkomin

Vertu velkomin(n) í landskeppni Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglímuna. Markmið Gagnaglímunnar er að efla áhuga á netöryggi á Íslandi auk þess að velja fulltrúa Íslands fyrir Netöryggiskeppni Evrópu. Ítarlegri upplýsingar um Gagnaglímuna má finna á nki.is.

Hverjir taka þátt

Þeim keppendum, á aldrinum 14-25 ára, sem stóðu sig best í forkeppni Gagnaglímunnar ggc.tf var boðið að taka þátt í landskeppninni.

Get ég tekið þátt

Landskeppnin er lokuð keppni og aðeins þeim sem öðluðust keppnisrétt eftir þátttöku í forkeppni Gagnaglímunnar stendur til boða að taka þátt. Ef þú hefur áhuga á netöryggi, þá hvetjum við þig til að taka þátt í forkeppni Gagnaglímunnar að ári.

Get ég fylgst með

Já! Ef smellt er á Scoreboard hér að ofan er hægt að fylgjast með framgangi keppninnar á gagnvirkri stigatöflu. Athugið þó að stigataflan verður fryst undir lok keppninnar. Eftir þann tíma uppfærist stigataflan ekki með nýjustu upplýsingum, og því óvíst hverjir hafa leyst hvaða dæmi. Þetta er gert til að halda spennu í keppninni, en úrslitin verða svo tilkynnt við verðlaunaafhendingu og verða gerð opinber stuttu seinna.